Bóka námskeið

Nú hafa Almannavarnir fært sig af neyðarstigi yfir á hættustig vegna Covid-19 og hafa verið gerðar tilslakanir á samkomubanni. Nú mega 200 manns koma saman.

Hvatt er til þess að viðhalda tveggja metra nálægðarmörkum eftir því sem kostur er. Framkvæmd tveggja metra reglurnar breytt nokkuð. Horft er til þess að vernda þá sem eru viðkvæmir með því að skapa þeim sem það kjósa aðstæður til að viðhalda tveggja metra fjarlægðarreglu.

Hvaða áhrif hefur það á okkar kennslu? 

Rauði krosssinn hefur ákveðið að heimilt verði að kenna verklega þáttinn í skyndihjálpinni. Leiðbeinendur eru beðnir um að halda áfram að huga að miklu hreinlæti, bjóða upp á handspritt og hanska og leyfa fólki að ráða hvort það vill æfa blástur eða ekki. Spritta þarf dúkkurnar mjög vel á milli ef fólk vill blása.

Frá 4. maí verða haldin námskeið í Börn og umhverfi í þeim sveitarfélögum sem eru ekki með sérstakar takmarkanir. Farið verður eftir ströngum sóttvarnarreglum, allt sprittað og kennarar í 2 m fjarlægð frá börnunum. Engar blástursæfingar verða og börnin koma með eigin skriffæri.

Námskeið fyrir almenning
Hér að neðan má sjá lista yfir námskeið á döfinni. Ef þú vilt frekari upplýsingar hafðu samband við Rauða kross deildina á þínu svæði eða sendu fyrirspurn á central@redcross.is central@redcross.is.

Fyrirtæki og hópar
Í boði eru margs konar skyndihjálparnámskeið sniðin að þörfum hópa og fyrirtækja. Sendu okkur fyrirspurn á skyndihjalp@redcross.is eða hringdu í síma 570 4000.

  • Barnanámskeið
  • Lengri námskeið
  • Stutt námskeið
  • Sjá öll