
Kanntu skyndihjálp?
VERSLA SKYNDIHJÁLPARTÖSKU
Lærðu skyndihjálp til þess að geta aðstoðað og jafnvel bjargað einstaklingi í neyð. Oftar en ekki er það einhver nákominn þér sem þarf á tafarlausri hjálp að halda vegna slyss eða skyndilegra veikinda.
Nýtt skyndihjálparveggspjald
Rauði krossinn á Íslandi hefur gefið út nýtt skyndihjálparveggspjaldið „Þú getur hjálpað, þegar á reynir?”
Á veggspjaldinu eru upplýsingar um hvernig bregðast má við í neyð. Framsetningin er bæði einföld o skýr svo allir geta lært eitthvað af því eða rifjað upp helstu aðferðir skyndihjálpar.
Fyrirtæki eða stofnanir geta nú nálgast nýja skyndihjálparveggspjaldið á íslensku í síma 5704000 eða sent póst á [email protected], en stefnt er að þýðingu yfir á ensku og pólsku innan tíðar. Verðið er 4.500kr.

Námskeið
Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp, sem sniðin eru að þörfum hópa, s.s. almennings, fagaðila og fyrirtækjastarfsmanna, bæði hvað varðar lengd og efnistök.
Á námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar. Allt fræðsluefnið er gefið út af Rauða krossinum.
Annað námsefni

Stuttmyndir um skyndihjálp
Hvernig bregst maður rétt við? Leiknar stuttmyndir um rétt viðbrögð í skyndihjálp, framleidd í tilefni af 90 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi.
Skoða
Mikilvægi skyndihjálpar
Stutt myndband sem sýnir mikilvægi þess að bregðast rétt við á ögurstundu og að slys eða bráð veikindi geta borið að hvar og hvenær sem er.
Skoða
Skyndihjálparlagið
Í tilefni af 90 ára afmælisári Rauða krossins var framleidd teiknimynd og lag um skyndihjálp. Í texta lagsins er lögð áhersla á að kenna landsmönnum rétt handtök í fjórum mikilvægum atriðum skyndihjálpar.
Skoða