Skyndihjálparmaður ársins 2020
Veist þú um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum hefur bjargað mannslífi með skyndihjálp á árinu 2020? Ef svo er sendu okkur ábendingu.
Námskeiðið er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 12-16 ára sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.
Lengd | 3 klukkustundir |
Markmið | Að þátttakendur þekki grundvallarreglur skyndihjálpar og öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og geti brugðist við algengum áverkum og veikindum. |
Viðfangsefni | Grundvallarreglur skyndihjálpar, endurlífgun, aðskotahlutur í öndunarvegi, blæðing, bruni, beinbrot, höfuðhögg, flog/krampi, bráðaofnæmi og eitrun. |
Fræðsluefni | Bókin „Skyndihjálp og endurlífgun” og kennsluglærur. Útgefandi fræðsluefnis er Rauði krossinn. |
Inntökuskilyrði | Þátttakendur séu 12 ára (eða verði 12 ára á árinu) eða eldri. |
Námsmat | Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. |
Viðurkenning | Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur rafrænt skyndihjálparskírteini frá Rauða krossinum. |
Lengd | 12 klukkustundir (fjöldi kennslustunda 16) |
Markmið | Að þátttakendur læri að umgangast börn á ýmsum aldri, þekki helstu slysavarnir og gildi þeirra og geti brugðist við algengum áverkum og veikindum barna. |
Viðfangsefni | Þroski barna Samskipti Leikir og leikföng Slysaforvarnir Slys í heimahúsum Skyndihjálp |
Fræðsluefni | Bókin Börn og umhverfi, útgefandi fræðsluefnis er Rauði krossinn. |
Inntökuskilyrði | Þátttakendur séu 12 ára (eða verði 12 ára á árinu) eða eldri. |
Námsmat | Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. |
Viðurkenning | Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossinum. |
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja þjálfa sig í grunnatriðum endurlífgunar. Gott námskeið fyrir alla sem hafa lært skyndihjálp áður.
Lengd | 2 klukkustundir (fjöldi kennslustunda 3) |
Markmið | Að þátttakendur öðlist færni í að beita hjartahnoði og blæstri og kunni að nota hjartarafstuðtæki við endurlífgun. |
Viðfangsefni | Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi. |
Fræðsluefni | Bæklingurinn „Getur þú hjálpað þegar á reynir?” eða bókin „Skyndihjálp og endurlífgun. Útgefandi er Rauði krossinn á Íslandi. |
Inntökuskilyrði | Þátttakendur séu 14 ára eða eldri. Æskilegt er að þátttakendur kynni sér fræðsluefnið áður en námskeiðið hefst. |
Námsmat | Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Ekki er skylda að ljúka skriflegu eða verklegu prófi. |
Viðurkenning | Engin. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár. |
Námskeiðið er fyrir alla þá sem hafa lokið vefnámskeiði í skyndihjálp og hafa þannig öðlast grunnþekkingu á skyndihjálp en vantar verklega færni í að veita einstaklingum aðstoð í bráðatilfellum. Námskeiðið er bæði í boði fyrir fyrirtæki og almenning og er einungis haldið af deildum Rauða krossins.
Lengd | 2 klukkustundir (fjöldi kennslustunda 3) |
Markmið | Að auka færni þátttakenda í að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp. |
Viðfangsefni | Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp. Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED) og hliðarlega. Áverkar; Aðskotahlutur í öndunarvegi, áverkar á höfði, beinbrot, blæðing, brunasár, Bráð veikindi; Blóðsykurfall, bráðaofnæmi, brjóstverkur, flog, slag og öndunarerfiðleikar. |
Fræðsluefni | Vefnámskeið í skyndihjálp. Skyndihjálparapp. Útgefandi fræðsluefnis er Rauði krossinn. |
Inntökuskilyrði | Þátttakendur séu 14 ára eða eldri og hafi lokið 2 tíma vefnámskeiði í skyndihjálp með fullnægjandi árangri. Sýna þarf staðfestingu á að vefnámskeiði sé lokið í upphafi námskeiðs. |
Námsmat | Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Hvorki skriflegt né verklegt próf. |
Viðurkenning | Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur skírteini frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Rauði krossinn mælir með endurmenntun annað hvert ár. |
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.
Lengd | 4 klukkustundir með hléum (fjöldi kennslustunda 5) |
Markmið | Að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum. |
Viðfangsefni | Kynning; hvað er skyndihjálp? Undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar. Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp. Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi. Skyndihjálp; stutt umfjöllun um innvortis- og útvortis blæðingar, bruni, höfuðhögg, brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi og heilablóðfall. |
Fræðsluefni | Bókin „Skyndihjálp og endurlífgun” og kennsluglærur. Bæklingurinn „Getur þú hjálpað þegar á reynir?”. Útgefandi fræðsluefnis er Rauði krossinn á Íslandi. |
Inntökuskilyrði | Þátttakendur séu 14 ára eða eldri. Æskilegt er að þátttakendur kynni sér fræðsluefnið áður en námskeiðið hefst. |
Námsmat | Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Ekki er skylda að ljúka skriflegu eða verklegu prófi. |
Viðurkenning | Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár. |
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Gott námskeið fyrir almenning, sjálfboðaliða Rauða krossins og fyrirtæki.
Lengd | 8 klukkustundir (fjöldi kennslustunda 10) |
Markmið | Að þátttakendur öðlist þekkingu og færni í að beita einföldum aðferðum skyndihjálpar og geti greint einkenni algengra sjúkdóma og áverka. |
Viðfangsefni | Kynning; hvað er skyndihjálp? Undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningaleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar. Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp. Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi. Skyndihjálp: Áverkar; innvortis- og útvortis blæðingar, sár, brunasár, áverkar á höfði, hálsi eða baki, áverkar á beinum, vöðvum eða liðum, eitranir hitaslag/hitaörmögnun og ofkæling. Bráð veikindi; brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi, heilablóðfall, flog, sykursýki og öndunarerfiðleikar (astmi). |
Fræðsluefni | Bókin „Skyndihjálp og endurlífgun” og kennsluglærur. Bæklingurinn „Getur þú hjálpað þegar á reynir?”. Útgefandi fræðsluefnis er Rauði krossinn á Íslandi. |
Inntökuskilyrði | Þátttakendur séu 14 ára eða eldri. Æskilegt er að þátttakendur kynni sér fræðsluefnið áður en námskeiðið hefst. |
Námsmat | Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Ekki er skylda að ljúka skriflegu eða verklegu prófi. |
Viðurkenning | Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár. |
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast þekkingu og góða færni í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Námskeið fyrir þá sem vilja gefa sér góðan tíma í að læra skyndihjálp s.s. almenning, sjálfboðaliða í skyndihjálparhópum Rauða krossins og nemendur sem fá einingu fyrir að taka skyndihjálparnámskeið.
Lengd | 12 klukkustundir (fjöldi kennslustunda 16) |
Markmið | Markmið Að auka þekkingu og færni þátttakenda í að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp. Að auka færni í að meta einkenni algengra sjúkdóma og áverka. |
Viðfangsefni | Kynning; hvað er skyndihjálp? Undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar. Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp. Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi. Skyndihjálp: Áverkar; innvortis- og útvortis blæðingar, sár, brunasár, áverkar á höfði, hálsi eða baki, áverkar á beinum, vöðvum eða liðum, eitranir hitaslag/hitaörmögnun og ofkæling. Bráð veikindi; brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi, heilablóðfall, flog, sykursýki og öndunarerfiðleikar (astmi). Skyndihjálp framhald; nánari líkamsskoðun, eitrun, blóðnasir, lost, sár og sáraumbúðir, raflost, höfuðáverkar, tannáverkar, skorðun á hrygg, áverkar á brjóstkassa og kvið, vöðvakrampar, sýklasótt, yfirlið og spelkun útlima. |
Fræðsluefni | Bókin „Skyndihjálp og endurlífgun” og kennsluglærur. |
Inntökuskilyrði | Þátttakendur séu 14 ára eða eldri. Æskilegt er að þátttakendur kynni sér fræðsluefnið áður en námskeiðið hefst. |
Námsmat | Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Ekki er skylda að ljúka skriflegu eða verklegu prófi en þátttakendum stendur það þó til boða í lok námskeiðs. |
Viðurkenning | Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár. |
Námskeiðið er einkum gagnlegt foreldrum, dagmæðrum, starfsfólki dagvistarstofnana, leiðbeinendum á leikjanámskeiðum, kennurum og íþróttaþjálfurum. Námskeiðið er bæði í boði fyrir fyrirtæki og almenning og er einungis haldið af deildum Rauða krossins.
Lengd | 4 klukkustundir (fjöldi kennslustunda 5 ) |
Markmið | Að þátttakendur öðlist færni í að beita skyndihjálp vegna algengra áverka eða veikinda hjá börnum. |
Viðfangsefni | Staðreynir um slys á börnum Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp Endurlífgun; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi Skyndihjálp: Áverkar; s.s. blæðingar, blóðnasir, áverkar á höfði, beinbrot, sár, bruni og eitrun. Veikindi; s.s. heilahimnubólga, ofþornun, hiti, flog/krampar, bráðaofnæmi, sykurfall, öndunarerfiðleikar og hiti. Sálrænn stuðningur við börn. |
Fræðsluefni | Bókin „Skyndihjálp og endurlífgun” og kennsluglærur. Útgefandi fræðsluefnis er Rauði krossinn. |
Inntökuskilyrði | Þátttakendur séu 16 ára eða eldri. |
Námsmat | Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Hvorki skriflegt né verklegt próf |
Viðurkenning | Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur skírteini frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Rauði krossinn mælir með endurmenntun annað hvert ár. |