Skyndihjálparmaður ársins 2020
Veist þú um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum hefur bjargað mannslífi með skyndihjálp á árinu 2020? Ef svo er sendu okkur ábendingu.
Ef það teygist óeðlilega á liðamótum er hætta á tognun á liðböndum. Liðbönd geta tognað eða slitnað, taugafestingar geta þá skemmst og stundum aðliggjandi æðar, taugar eða vefir.
Snöggar og rangar hreyfingar geta valdið áverkum eins og tognun á liðböndum eða vöðvum. Einstaklingurinn finnur þá verk og bólga og mar getur myndast við liðamót eða í vöðva. Ef áverkinn er við liðamót getur einstaklingurinn átt erfitt með að hreyfa útliminn.
Það er hægt pakka klaka eða frosnu grænmeti inn í handklæði og leggja á áverka til að draga úr bólgum og sársauka. Það er líka hægt að bleyta handklæði með köldu vatni, vinda það og nota sem kæliumbúðir á áverkann. Varastu að setja klaka beint á húðina, pakkaðu honum fyrst inn í efnisbút eða handklæði.
Þú getur til dæmis pakkað frosnu grænmeti inn í viskustykki.
Ekki kæla áverkasvæði lengur en í 20 mínútur í einu. Aldrei setja klaka beint á húðina, það er of kalt, pakkaðu honum fyrst inn í viskustykki eða handklæði.
Styddu við útliminn og vefðu um hann teygjubindi. Teygjubindið á ekki að vera mjög þétt vafið um áverkann. Athugaðu með reglulegu millibili hvort teygjubindið er of þétt vafið.
Já það er rétt að meðhöndla tognun á vöðvum og liðböndum með því að láta einstaklinginn hvíla sig,hreyfa útliminn eins lítið og hægt er og kæla áverkann. Ef hægt er má hækka undir útliminn.
Yfirleitt dugar að hvíla og kæla vöðva og liðbönd sem hafa tognað. Ef þig grunar að um beinbrot sé að ræða, einstaklingurinn á erfitt með gang, útlimur er boginn eða sársaukinn er mikill ætti að leita læknisaðstoðar.
Ekki er mælt með þessu í skyndihjálpinni. Til að minnka bólgur er árangursríkast að kæla áverkann.
Þegar vöðvi tognar ofteygist hann og laskast. Þegar liðband tognar ofteygist það og laskast við liðamót, til dæmis hné, ökkla eða úlnlið.