Skyndihjálp

Tognun

Ef það teygist óeðlilega á liðamótum er hætta á tognun á liðböndum. Liðbönd geta tognað eða slitnað, taugafestingar geta þá skemmst og stundum aðliggjandi æðar, taugar eða vefir.

Hvað sérðu
Hvað sérðu?
  • Einstaklingurinn finnur til sársauka. Bólga og mar getur myndast við liðamót eða í vöðva.
  • Ef áverkinn er við liðamót getur einstaklingurinn átt erfitt með að hreyfa útliminn.
Hvað sérðu
Skyndihjálp
  • Láttu einstaklinginn hvíla og hreyfa útliminn eins lítið og hægt er.
  • Kældu áverkann með kælipoka pökkuðum inn í umbúðir og ef hægt er má hækka undir útliminn. Kælingin dregur úr bólgu og sársauka.
  • Erfitt er að greina á milli tognunar og beinbrots. Gerðu ráð fyrir broti ef þú ert í vafa! Ef ástandið lagast ekki, eða þú ert í vafa skaltu leita til læknis.
Spurningar og svör