Skyndihjálparmaður ársins 2020
Veist þú um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum hefur bjargað mannslífi með skyndihjálp á árinu 2020? Ef svo er sendu okkur ábendingu.
Hjá sykursjúkum getur blóðsykurinn orðið of lágur og það getur leitt til meðvitundarleysis. Ef ekkert er að gert er óeðlilegur blóðsykur lífshættulegur.
Sykursýki er ástand þar sem ójafnvægi er á sykurmagni í blóði. Í heilbrigðum líkama helst blóðsykurinn eðlilegur. Sykursjúkur einstaklingur verður að halda þessu jafnvægi með því passa vel upp á mataræðið, taka inn lyf eða sprauta sig með insúlíni. Stundum getur einstaklingur með sykursýki lent í blóðsykursfalli sem er lífshættulegt ástand ef ekkert er að gert. Þá ber að veita viðeigandi skyndihjálp. Forðastu að gefa einstaklingi með lágan blóðsykur sykurlausan drykk (diet), slíkir drykkir koma ekki að gagni.
Einkennin eru mismunandi en þessi eru algeng:
- sultur
- skjálfti
- þvöl húð
- mikill sviti
- rugl eða stjórnlaus hegðun (áþekk ölvun)
- slappleiki eða svimi
- skyndilegt meðvitundarleysi.
Það er bæði hættulegt að vera með of lágan blóðsykur/blóðsykurfall (hypoglycaemia) og of háan blóðsykur (hyperglycaemia). Einkennin eru áþekk: Stjórnlaus hegðun, skert meðvitund, hraður andardráttur og púls, einstaklingurinn finnur til vanlíðunar og hann lítur illa út, svimi og sljóleiki. Ef ekkert er að gert getur óeðlilegur blóðsykur verið lífshættulegur.
Hringdu á sjúkrabíl ef einstaklingurinn andar óeðlilega hratt, er fölur, sveittur eða missir meðvitund.
Einstaklingurinn ætti að geta sagt þér það. Ef til vill er hann með armband eða nisti með upplýsingum um að hann sé sykursjúkur, eða ber á sér insúlínpenna, glúkósatöflur eða glúkósagel.
Ekki gefa sykurlausan drykk því það er enginn sykur í honum. Sykurlausir drykkir innihalda gervisykur og gera því ekki sama gagn og sykraðir drykkir.
Þegar blóðsykurinn er hár getur skapast neyðarástand, ástandið skapast vegna skorts á insúlíni. Ekki er líklegt að viðbótar sykur valdi verulegum skaða.