Kanntu skyndihjálp?

Það getur skipt sköpum þegar á reynir.

Lærðu skyndihjálp til þess að geta aðstoðað og jafnvel bjargað einstaklingi í neyð. Oftar en ekki er það einhver nákominn þér sem þarf á tafarlausri hjálp að halda vegna slyss eða skyndilegra veikinda.

Námskeið

Rauði krossinn býður upp á vönduð og hagnýt námskeið í skyndihjálp, sem sniðin eru að þörfum hópa, s.s. almennings, fagaðila og fyrirtækjastarfsmanna, bæði hvað varðar lengd og efnistök.

Á námskeiðunum er lögð áhersla á að kenna rétt viðbrögð í neyð og einfaldar aðferðir skyndihjálpar. Allt fræðsluefnið er gefið út af Rauða krossinum.

Yfirlit yfir námskeið

Skyndihjálparnámskeið Rauða krossins eru mismunandi og sniðin að þörfum einstaklinga, hópa.


Annað námsefni

Stuttmyndir um skyndihjálp

Hvernig bregst maður rétt við? Leiknar stuttmyndir um rétt viðbrögð í skyndihjálp, framleidd í tilefni af 90 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi.

Skoða

Mikilvægi skyndihjálpar

Stutt myndband sem sýnir mikilvægi þess að bregðast rétt við á ögurstundu og að slys eða bráð veikindi geta borið að hvar og hvenær sem er.

Skoða

Skyndihjálparlagið

Í tilefni af 90 ára afmælisári Rauða krossins var framleidd teiknimynd og lag um skyndihjálp. Í texta lagsins er lögð áhersla á að kenna landsmönnum rétt handtök í fjórum mikilvægum atriðum skyndihjálpar.

Skoða

Skyndihjálparappið

Skyndihjálparapp Rauða krossins býður upp á kennslu í skyndihjálp á aðgenginlegan hátt. Þú ert leidd/ur áfram skref fyrir skref með gagnvirkum spurningum, myndböndum og ráðum.

Allar upplýsingar sem þú þarfnast í neyðartilvikum eru vistaðar á appinu, þannig getur þú nálgast upplýsingarnar hratt og örugglega án þess að vera í netsambandi.

Skyndihjálparapp Rauða krossins er frítt