Umsagnir um námskeið

TAKK innilega fyrir hjálpina!

Helgi er kominn í guðatölu hjá okkur vinkonunum og við erum allar með mynd af honum á náttborðinu og hér og þar um heimilið 🙂

Þetta var frábær dagur í alla staði og við erum skrefinu nær að geta gert gagn ef við lendum í þannig aðstöðu – Siggi Ottesen er auðvitað einn mesti snillingur sem sögur fara af- hann sá súper vel um okkur og allt gekk þetta ljómandi 🙂 þeir verða eiginlega að vera leynigestir í næstu óvissuferð sem ég skipulegg fyrir skvísurnar 🙂

Anna Svala Árnadóttir


 

Fagmannlegt

Öll samskipti varðandi skyndihjálparnámskeið Rauða krossins er best lýst svona: þau voru aðgengileg, áreiðanleg, notadrjúg og skemmtileg, fyrir og eftir námskeiðið. Óvenjulega fagmannlegt. Sömu einkunnir fá leiðbeinendurnir sem sáu til þess að þessar innihaldsríku klukkustundir liðu fljótt, því miður! Takk fyrir góða þjónustu.

Fyrir hönd starfsfólks Grey Team Íslandi,
Guðjón Heiðar Pálsson, framkvæmdastjóri