Börn og umhverfi – Leiðbeinendur

Námskeiðið Börn og umhverfi er fyrir börn 12 ára og eldri.

Skyndihjálp - ofkælingRauði krossinn vill árétta að í reglugerð nr. 426/1999 um vinnu barna og unglinga kemur eftirfarandi fram:

Börn sem eru 13 og 14 ára eða yngri mega einungis vinna störf sem falla undir skilgreininguna „starf af léttara tagi“. Barnagæsla er ábyrgðarmikið starf. Því er ekki heimilt að ráða 13-14 ára börn til að gæta barna. Víkja má frá þessari reglu ef ungmenni starfar á einkaheimili undir eftirliti fullorðins einstaklings enda er sú vinna tilfallandi eða varir í skamman tíma og er því ekki skaðleg eða hættuleg ungmenninu. Lágmarksaldur til starfa við barnagæslu er því 15 ára.

Námsefni
Handbókin Börn og umhverfi var fyrst gefin út af Rauða krossinum árið 2003 og hefur síðan þá reglulega verið uppfærð. Bókin skiptist í sjö kafla og tekur hver þeirra á afmörkuðu viðfangsefni. Mikil áhersla er lögð á öryggi í umhverfi barnsins, skyndihjálp og slysavarnir.

Kennsluleiðbeiningar
Í kennsluleiðbeiningunum má finna ýmsar hugmyndir að kennslufyrirkomulagi en áhersla er lögð á notkun fjölbreyttra kennsluaðferða, t.d. umræðuverkefni, hóp- og einstaklingsverkefni, leiki og æfingar.

Kennsluleiðbeiningar (PDF)
Leiðbeiningar fyrir fyrri hluta náms (PDF)

Kennsluglærur (Powerpoint)

Myndbönd

Skyndihjálparlagið
Sjálfboðaliðar Rauða krossins
Arnar Hugi Birkisson skyndihjálparmaður ársins
Meðvitundarlaus og öndun eðlileg
Svara ekki áreiti og öndun óeðlileg =  Hjartahnoð
Aðskotahlutur í öndunarvegi
Mikil blæðing
Bruni
Áverkar á höfði
Beinbrot
Eitrun/hættuleg efni
Tilfinningalegt uppnám
Skyndihjálpartaska Rauða krossins

Viðurkenningarskjal
Í lok námskeiðs fá þátttakendur viðurkenningarskjal sem leiðbeinendur sjá um að fylla út. Viðurkenningarskjalið sem um ræðir má finna aftast í bókinni. Námskeiðið veitir ekki réttindi til að starfa sem barnfóstra þar sem leyfilegur aldur barnfóstru er 15 ára og eldri.

Matsblöð og skráningarblöð
Til þess að hægt sé að fylgjast með fjölda námskeiða á landsvísu, fjölda  þátttakenda og gæðum námskeiða  er nauðsynlegt að leiðbeinendur skili mats- og skráningarblöðunum til afgreiðslu landsskrifstofu Rauða krossins, Efstaleiti 9, 103 Reykjavík.
Skráningarblað (PDF)
Matsblað (PDF)

Auglýsing fyrir námskeið
Félagið mælist til þess að deildir noti staðlaða auglýsingu fyrir námskeiðið.
Tillaga að auglýsingu (Word)

Ýmis gagnleg verkefni og fylgigögn í PDF formati 
Verkefni
Leikjabanki (PDF)
Gátlisti (PDF)
Gátlisti fyrir barnapössun að kvöldi (PDF)
Saga með myndum (PDF)
Skemmtileg spil, leikir og föndur (PDF)
Öryggisútbúnaður (PDF)
Örsögur (PDF)
Eitrunarmiðstöðin (PDF)

 
Litamyndir – slysavarnir

Baðherbergi
slysagildrur
Baðherbergi
öruggt
Eldhús
slysagildrur
Eldhús
öruggt
Stofa
slysagildrur
Stofa
örugg

 

Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur Sveinsdóttir verkefnisstjóri,
[email protected]