Skyndihjálparmaður ársins

Tilgangurinn með tilnefningu til Skyndihjálparmanns ársins er að vekja athygli almennings á mikilvægi skyndihjálpar og hvetja sem flesta til að vera undir það búnir að veita hjálp á vettvangi slysa og veikinda.

Sérstök valnefnd fer yfir þær ábendingar sem berast og útnefnir einn Skyndihjálparmann ársins. Í nefndinni eru fulltrúar frá Rauða krossi Íslands, Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Neyðarlínunni, Landspítala háskólasjúkrahúsi, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

Skyndihjálparmenn fyrri ára