Skyndihjálparmaður ársins 2020

Veist þú um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum hefur bjargað mannslífi með skyndihjálp á árinu 2020? Ef svo er sendu okkur ábendingu.

Skyndihjálp

Skordýrabit og stungur

Skordýrabit eru lítil húðsár af völdum skordýra sem stinga. Bitin eru oftast meinlaus en geta valdið óþægindum og kláða.

Hvað sérðu
Hvað sérðu?
  • Einstaklingur sem hefur verið bitinn eða stunginn finnur fyrir sársauka. Einkennin geta verið útbrot, ofsakláði, bólgur á höndum, fótum eða andliti og öndunarerfiðleikar.

 

Hvað sérðu
Skyndihjálp
  • Athuga hvort þú sérð bit- eða stungufar, bólgur og/eða blæðingu.
  • Fjarlægðu stungubroddinn með því að skrapa hann í burtu með flötu áhaldi, til dæmis kreditkorti. Þú getur einnig fjarlægt hann með flísatöng, gættu þess að grípa í endann á stungubroddinum svo það kreistist ekki úr eiturpokanum.
  • Hreinsaðu sárið með sápu og vatni. Búðu um það með sáraumbúðum og kældu svæðið með kælipoka.
  • Hringdu strax í Neyðarlínuna 112 ef einstaklingurinn fær alvarleg ofnæmisviðbrögð eða sýnir einkenni bráðaofnæmis.
Spurningar og svör