Skyndihjálp

Öndunarerfiðleikar

Algeng ástæða öndunarerfiðleika er astmi. Öndunarerfiðleikar geta verið lífshættulegir.

Hvað sérðu
Hvað sérðu?
 • Einstaklingurinn á erfitt með að anda og hóstar. Stundum má heyra surg og ýl við öndun.
 • Einstaklingurinn getur fyllst ótta og kvíða þegar hann berst við að ná andanum.
 • Í sumum tilfellum kemur blámi á varir, eyrnasnepla og naglabeð vegna súrefnisskorts í blóði.
Hvað sérðu
Skyndihjálp
 • Hughreystu einstaklinginn og hjálpaðu honum að setjast í þægilega stellingu og að taka astmalyf hafi læknir ávísað þeim.
 • Ef öndunarerfiðleikarnir færast í aukana, viðkomandi er ekki með lyfin sín eða skánar ekki við lyfjatöku, hringdu í Neyðarlínuna 112.
 • Ef ástandið skánar ekki eða lyfið gerir ekki gagn hringdu í Neyðarlínuna 112. Vægir öndunarerfiðleikar ættu að ganga yfir á nokkrum mínútum
Spurningar og svör
 • Hvað er astmi?

  Astmi er sjúkdómur sem hefur áhrif á lungnaberkjurnar sem flytja loftið til og frá lungunum. Þegar einhver fær astmakast, þrengjast berkjurnar, sem gerir bæði inn- og útöndun erfiða.

 • Hvernig veit ég að einhver er með astmakast?

  Fólk með astma er vant því að lifa með sjúkdómnum og ætti að geta látið þig vita ef það fær astmakast. Fólk með astma finnur fyrir andþyngslum, hóstar og getur átt erfitt með að tala. Stundum má heyra surg og ýl við öndun. Einstaklingurinn getur fyllst ótta og kvíða þegar hann berst við að ná andanum. Í sumum tilfellum kemur blámi á varir, eyrnasnepla og naglabeð vegna súrefnisskorts í blóði.

 • Hvað á ég að gera ef einstaklingurinn hættir að anda?

  Aðstoðaðu einstaklinginn á sama hátt og einstakling sem svarar ekki áreiti. Sjá nánar í kaflanum um endurlífgun.

 • Hvað ef einstaklingurinn er ekki með innöndunarlyfin sín?

  Hringdu strax í Neyðarlínuna 112 og fáðu sjúkrabíl á staðinn, svo einstaklingurinn fái viðeigandi meðferð og flutning á sjúkrahús.

 • Hvað gera innöndunarlyf?

  Þegar fólk fær astmakast herpast vöðvarnir í öndunarveginum saman sem gerir öndun erfiða. Innöndunarlyf slaka á vöðvunum svo loftvegurinn nær að þenjast út aftur og öndun verður auðveldari.

 • Hvenær á ég að hringja í Neyðarlínuna 112?

  Hringdu í Neyðarlínuna 112 ef um fyrsta astmakast er að ræða, einstaklingurinn hættir að anda, hann á erfitt með að tala, er við það að örmagnast, lyfin gera ekkert gagn eða ef lyfin eru ekki meðferðis.