Skyndihjálparmaður ársins 2020
Veist þú um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum hefur bjargað mannslífi með skyndihjálp á árinu 2020? Ef svo er sendu okkur ábendingu.
Haltu á ungabarninu í hliðarlegu í fanginu á þér og hallaðu höfði þess aftur. Hringdu í Neyðarlínuna 112 eða fáðu annan til þess að hringja.
Hjá meðvitundarlausum einstaklingi slaknar á tungunni og hún getur lokað öndunarveginum. Með því að halla höfðinu aftur opnast öndunarvegurinn þar sem tungan færist fram á við. Með því að sveigja höfuðið má koma í veg fyrir að tungan loki öndunarveginum og tryggja að blóð eða uppsölur fari út um munninn.
Það er forgangsatriði að einstaklingurinn andi áfram eðlilega. Ef þig grunar áverk á hálsi eða hrygg farðu varlega, reyndu að halda hryggnum beinum þegar þú snýrð einstaklingnum og fáðu einhvern til að aðstoða þig ef hægt er.
Þegar þú hefur hallað höfði einstaklingsins aftur skaltu athuga hvort brjóstkassinn rís og hnígur. Gáðu hvort þú finnur andardrátt hans á vanga þínum.
Já, talaðu við hann og hughreystu. Þótt einstaklingurinn geti ekki svarað þér getur verið að hann heyri.
Ef einstaklingur er við að falla í yfirlið skaltu ráðleggja honum að leggjast niður. Yfirlið orsakast af tímabundnu skertu blóðflæði til heila sem getur valdið skammvinnu meðvitundarleysi. Ef einstaklingurinn rankar ekki fljótt við sér skaltu veita honum skyndihjálp eins og um meðvitundarleysi sé að ræða.