Skyndihjálp
Lost
Lostástand eru viðbrögð líkamans við skyndilegri lækkun á blóðþrýstingi. Lost getur verið lífshættulegt ástand og á sér ýmsar orsakir eins og blóðmissi, ofþornun, bráðaofnæmi og brjóstverk.
Hvað sérðu?
- Einkennin geta verið sljóleiki, fát, vanlíðan; ógleði eða uppköst; meðvitundarmissir; föl, þvöl og köld húð.
- Blámi getur komið á varir og neglur. Einnig getur andardrátturinn og púlsinn orðið hraður.

Skyndihjálp
- Leitaðu eftir einkennum um lostástand.
- Láttu einstaklinginn leggjast niður.
- Stöðvaðu sjáanlega blæðingu.
- Komdu í veg fyrir að viðkomandi verði of kalt eða of heitt.
- Ekki gefa honum neitt að borða eða drekka.
- Biddu einhvern að hringja í Neyðarlínuna 112.
- Hughreystu einstaklinginn þangað til sjúkrabíllinn er kominn á staðinn.
Spurningar og svör