Skyndihjálparmaður ársins 2020
Veist þú um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum hefur bjargað mannslífi með skyndihjálp á árinu 2020? Ef svo er sendu okkur ábendingu.
Ástæður floga/krampa geta verið af ýmsum toga s.s. flogaveiki, eitrun, hár hiti, rafmagnsslys, heilaáverkar og blóðsykurskortur.
Nei. Haltu þig frá munninum og ekki reyna að setja neitt upp í einstakling með flog. Þú gætir meitt þig og líka hann. Reyndu að tryggja að umhverfið sé hættulaust og fjarlægðu hluti sem gætu valdið áverka. Leyfðu flogakastinu að líða hjá.
Hringdu í Neyðarlínuna 112 ef þú veist ekki til þess að einstaklingurinn hafi fengið flogakast áður. Eins ef flogakastið er óvenjulegt, viðkomandi hefur meitt sig eða kastið hefur varað lengur en í 2 mínútur.
Hann gæti verið með einhverjar upplýsingarnar þess efnis á sér svo sem spjald, armband eða hálsmen með upplýsingum um sjúkdóminn. Ef þú finnur engar upplýsingar eða ert óviss um að einstaklingurinn sé flogaveikur skaltu hringja í Neyðarlínuna 112.