Skyndihjálparmaður ársins 2020

Veist þú um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum hefur bjargað mannslífi með skyndihjálp á árinu 2020? Ef svo er sendu okkur ábendingu.

Skyndihjálp

Hitaslag

Hitaslag er það kallað þegar líkaminn getur ekki lengur stýrt líkamshitanum. Hitaslag er neyðarástand sem bregðast skal við strax.

Hvað sérðu
Hvað sérðu?
 • Húð einstaklingsins er heit, rauð og þurr.
 • Önnur einkenni geta verið slappleiki, skert meðvitund, ógleði, uppköst og hár líkamshiti.
Hvað sérðu
Skyndihjálp
 • Hringdu í Neyðarlínuna 112 svo fljótt sem verða má. Hitaslag er lífshættulegt ástand.
 • Komdu einstaklingnum í svalara umhverfi og reyndu að kæla líkamann niður. Losaðu um eða fjarlægðu þröngan fatnað og settu kalda rakan klúta eða handklæði beint á húðina. Notaðu viftu til að láta loft leika um viðkomandi. Ef einstaklingurinn er með meðvitund gefðu honum þá kaldan vökva að drekka. Gættu að því að hann drekki rólega.
 • Fylgstu með því hvort ástand einstaklingsins breytist.
 • Ef þörf krefur skaltu halda áfram að kæla með því að leggja kalda bakstra við úlnlið, ökkla, nára, undir handleggi og á hálsinn.
Spurningar og svör
 • Hver er munurinn á hitaslagi og hitaörmögnun?

  Hitaörmögnun verður við vökvatap líkamans sem er afleiðing þess að fólk neytir ekki nægilega mikils vökva við vinnu eða íþróttaiðkun í miklum hita og raka. Hitaslag (eða sólstingur) er hins vegar lífshættulegt ástand og gerist þegar líkaminn hættir að geta stýrt líkamshitanum og kælir sig ekki sjálfur.

 • Hvað eru vöðvakrampar?

  Vöðvakrampar geta komið fram í öllum vöðvum en eru algengastir í aftanverðum fótleggjum og kviðvöðvum. Kramparnir stafa af miklum missi vökva og salta og eru aflleiðing áreynslu í heitu og röku umhverfi. Vöðvakrampar eru oft fyrstu einkenni þess að líkaminn sé að hitna of mikið.

 • Hvernig meðhöndla ég vöðvakrampa?

  Komdu einstaklingi með vöðvakrampa í svalara umhverfi. Láttu hann hætta allri áreynslu og gefðu honum hálft glas af íþróttadrykk með söltum á 15 mínútna fresti. Á meðan hann drekkur er gott að teygja vöðvann varlega.