Skyndihjálp

Heilahimnubólga

Heilahimnubólga er sjúkdómur þar sem himnurnar sem umlykja heilann og mænuna bólgna upp vegna bakteríu- eða veirusýkingar.

Hvað sérðu
Hvað sérðu?
 • Einstaklingurinn kvartar undan stífleika í hnakka. Einkenni geta verið flensulík, verkir í vöðvum og liðum, höfuðverkur, hár hiti og ljósfælni. Önnur einkenni eru kaldar hendur og fætur, liðverkir, ógleði og ruglástand.
 • Einstaklingur með heilahimnubólgu getur haft eitt eða fleiri þessara einkenna og sum þeirra koma fram á síðari stigum, þegar sýkingin er að ágerast.
Hvað sérðu
Skyndihjálp
 • Hringdu í Neyðarlínuna 112 ef þessi einkenni koma fram. Heilsu einstaklings með heilahimnubólgu getur hrakað mjög hratt. Ástandið getur verið lífshættulegt og krafist tafarlausrar læknisaðstoðar.
 • Hughreystu einstaklinginn á meðan þið bíðið eftir sjúkrabílnum.
Spurningar og svör
 • Hvað er heilahimnubólga?

  Heilahimnubólga er sjúkdómur þar sem himnurnar sem umlykja heilann og mænuna bólgna upp vegna bakteríu- eða veirusýkingar. Hver sem er og fólk á öllum aldri getur fengið heilahimnubólgu.

 • Eru einkennin önnur hjá ungabörnum?

  Einkenni hjá ungabörnum geta verið þau sömu og hjá öðrum. Auk þeirra einkenna geta ungabörn grátið hátt og mikið, verið mjög máttlaus og sljó. Mjúka svæðið efst á höfði ungabarna getur einnig bólgnað eða harðnað. Ef erfiðlega gengur að vekja barn, gæti það verið einkenni um alvarlegt ástand.

 • Á ég að bíða eftir því að sjá öll einkenni heilahimnubólgu áður en ég hringi í Neyðarlínuna 112?

  Nei. Hringdu í Neyðarlínuna 112 ef minnsti grunur er um heilahimnubólgu. Ekki bíða eftir því að sjá öll einkenni sjúkdómsins. Tafarlaus meðferð er besta leiðin til að lágmarka skaðann sem sjúkdómurinn getur valdið.