Skyndihjálparmaður ársins 2020
Veist þú um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum hefur bjargað mannslífi með skyndihjálp á árinu 2020? Ef svo er sendu okkur ábendingu.
Heilablóðfall verður vegna truflunar á blóðflæði til heilans. Hluti heilans skaðast og það getur haft áhrif á útlit einstaklingsins, getu hans til að stjórna líkamanum, tal og sjón. Heilablóðfall eða slag er það kallað ef æðar sem sjá heilanum fyrir súrefnisríku blóði rofna eða stíflast og heilinn fær ekki nægt súrefni.
Einkenni eru meðal annarra: Slef, dofi, sjóntruflanir, skyndilegur mjög slæmur höfuðverkur, skert jafnvægisskyn, svimi og erfiðleikar við að tjá sig eða skilja aðra.
Haltu ró þinni svo þú getir hugsað skýrt. Hjálpaðu honum að setjast eða leggjast niður, hughreystu hann og láttu vita að hjálp sé á næsta leiti.
Þeir sem fá heilablóðfall geta átt erfitt með að tala skýrt, þó þeir skilji vel það sem þú segir. Hughreystu einstaklinginn, talaðu rólega og láttu vita að sjúkrabíllinn sé á leiðinni.
Heilablóðfall verður vegna truflunar á blóðflæði til heilans. Heilafrumur skemmast og deyja og það hefur áhrif á starfsemi líkamans. Meðal einkenna eru skyndilegur minnkaður máttur í andliti eða útlimum (stundum minnkar mátturinn í einum útlim en stundum fer mátturinn alveg öðru megin í líkamanum).
Hægri hluti heilans stjórnar vinstri hluta líkamans og öfugt. Truflun á blóðflæði veldur yfirleitt skaða öðru hvoru megin í heilanum og hefur því áhrif hinum megin í líkamanum. Auk þess að stjórna hreyfingum hægri hliðar líkamans hefur vinstra heilahvel að geyma málstöðvar heilans hjá flestum. Algengt er að heilablóðfall sem verður í vinstra heilahveli valdi máttleysi í hægri hlið líkamans og erfiðleikum við að tjá sig.