Skyndihjálp

Heilablóðfall

Heilablóðfall verður vegna truflunar á blóðflæði til heilans. Hluti heilans skaðast og það getur haft áhrif á útlit einstaklingsins, getu hans til að stjórna líkamanum, tal og sjón. Heilablóðfall eða slag er það kallað ef æðar sem sjá heilanum fyrir súrefnisríku blóði rofna eða stíflast og heilinn fær ekki nægt súrefni.

Hvað sérðu
Hvað sérðu?
 • Einstaklingurinn virðist vera máttlaus öðru megin í andlitinu, hann getur ekki rétt upp annan handlegginn þegar þú biður hann um það.
 • Einstaklingurinn getur ekki talað skýrt.
 • Einstaklingurinn getur fengið skyndilegan og óútskýrðan höfuðverk.
 • Svimi getur getur gert vart við sig, minnkuð meðvitund eða jafnvægisleysi.
Hvað sérðu
Skyndihjálp
 • Hringdu strax í Neyðarlínuna. Bregðast þarf strax við heilablóðfalli. Mjög mikilvægt er að einstaklingurinn fái sérhæfða læknisaðstoð sem fyrst. Því fyrr sem hún fæst, því minni verður skaðinn.
 • Hughreystu einstaklinginn á meðan þið bíðið eftir sjúkrabílnum.
 • Biddu einstaklinginn að hlæja eða sýna tennurnar og athugaðu hvort munnurinn er boginn.
 • Biddu hann að loka augunum og lyfta báðum handleggjunum samtímis og snúa lófunum upp. Athugaðu hvort annar handleggurinn dettur niður.
 • Fáðu sjúklinginn til að endurtaka einfalda setningu. Ef hann talar óskýrt eða þarf að leita að orðum gæti eitthvað verið að gerast.
 • Vertu hjá viðkomandi og fáðu hann til að hvíla sig í þægilegri stöðu.
 • Fylgstu með meðvitund og öndun.
Spurningar og svör