Skyndihjálp

Eitrun

Eitrun á sér stað þegar eitrað efni kemst inn í líkamann annað hvort um munn og nef, við snertingu eða sprautun. Eiturefni geta verið í föstu- eða fljótandi formi eða í formi lofttegunda. Eiturefnið gæti verið lífshættulegt.

Hvað sérðu
Hvað sérðu?
  • Einstaklingurinn getur verið með uppköst, ógleði, skert meðvitund, öndunarerfiðleikar eða magakrampar.
  • Einkennin ráðast af efninu sem veldur þeim og með hvaða hætti einstaklingurinn hefur orðið fyrir eitrun.
Hvað sérðu
Skyndihjálp
  • Reyndu að finna út hvað einstaklingurinn tók inn, hve mikið og hversu langt er liðið síðan. Veita þarf Neyðarlínunni 112 þessar upplýsingar.
  • Hafðu umsvifalaust samband við Eitrunarmiðstöðina í gegnum Neyðarlínuna 112 .
  • Hringdu strax í Neyðarlínuna og biddu um sjúkrabíl ef hegðun einstaklingsins breytist, hann á erfitt með öndun, missir meðvitund, hann á erfitt með að anda eða þú telur hann vera í sjálfsvígshættu.
  • Ekki láta einstaklinginn kasta upp eða gefa honum að drekka nema þú hafir fengið fyrirmæli þess efnis frá Eitrunarmiðstöðinni.
Spurningar og svör