Skyndihjálp
Bráðaofnæmi
Bráðaofnæmi eru lífshættuleg viðbrögð líkamans við efnum sem hann kemst í snertingu við. Algengar ástæður fyrir bráðaofnæmi eru bit og stungur, lyf s.s. sýklalyf og bólgueyðandi gigtarlyf, latex og ýmsar fæðutegundir eins og skelfiskur, hnetur og egg.
- Einstaklingur getur fengið útbrot, kláða eða bólgur á hendur, fætur og andlit. Hægst getur á öndun og herst á hjartslætti.
- Uppköst og niðurgangur geta gert vart við sig.
- Ef um bráðaofnæmi er að ræða vaxa einkennin skyndilega innan við 30 mínútum eftir snertingu við ofnæmisvaldinn.

- Ef um bráðaofnæmi er að ræða hringdu strax í Neyðarlínuna 112.
- Fjarlægðu ofnæmisvald ef hægt er.
- Ef einstaklingur er með bráðaofnæmi (öndunarerfiðleika, lost eða skerta meðvitund) og á adrenalínpenna, hjálpaðu honum að nota lyfið.
- Fylgstu með meðvitund og öndun.
- Hughreystu einstaklinginn á meðan beðið er eftir sjúkrabílnum.
- Hvaða matartegundir geta valdið ofnæmi?
Algengir ofnæmisvaldar eru hnetur, skelfiskur, mjólkurvörur og egg. Aðrir hlutir svo sem latex, bit vespa eða býflugna og sum lyf geta einnig kallað fram ofnæmisviðbrögð.
- Má ég sprauta einstakling með adrenalínpenna?
Ef einstaklingurinn er með bráðaofnæmi og á sinn eigin adrenalínpenna máttu aðstoða hann við að nota pennann. Það á ekki við í öllum tilfellum ofnæmis að nota adrenalínpenna.
- Hvað er adrenalínpenni?
Í sumum tilfellum ávísa læknar adrenalínpenna á þá sem hafa verið greindir með ofnæmi, til að nota í neyðartilfellum. Það hjálpar til við að draga úr einkennum ofnæmisins.
- Hvað er bráðaofnæmilost?
Bráðaofnæmislost eru alvarleg ofnæmisviðbrögð sem leiða til þess að einstaklingur á erfitt með að anda, púlsinn verið hraður en veikur, blóðþrýstingur lækkar og meðvitundin skerðist. Læknir getur ákveðið að nota adrenalínpenna þegar hætta er á bráðaofnæmislosti hjá einstaklingi sem er með þekkt bráðaofnæmi.