Skyndihjálparmaður ársins 2020
Veist þú um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum hefur bjargað mannslífi með skyndihjálp á árinu 2020? Ef svo er sendu okkur ábendingu.
Bráðaofnæmi eru lífshættuleg viðbrögð líkamans við efnum sem hann kemst í snertingu við. Algengar ástæður fyrir bráðaofnæmi eru bit og stungur, lyf s.s. sýklalyf og bólgueyðandi gigtarlyf, latex og ýmsar fæðutegundir eins og skelfiskur, hnetur og egg.
Algengir ofnæmisvaldar eru hnetur, skelfiskur, mjólkurvörur og egg. Aðrir hlutir svo sem latex, bit vespa eða býflugna og sum lyf geta einnig kallað fram ofnæmisviðbrögð.
Ef einstaklingurinn er með bráðaofnæmi og á sinn eigin adrenalínpenna máttu aðstoða hann við að nota pennann. Það á ekki við í öllum tilfellum ofnæmis að nota adrenalínpenna.
Í sumum tilfellum ávísa læknar adrenalínpenna á þá sem hafa verið greindir með ofnæmi, til að nota í neyðartilfellum. Það hjálpar til við að draga úr einkennum ofnæmisins.
Bráðaofnæmislost eru alvarleg ofnæmisviðbrögð sem leiða til þess að einstaklingur á erfitt með að anda, púlsinn verið hraður en veikur, blóðþrýstingur lækkar og meðvitundin skerðist. Læknir getur ákveðið að nota adrenalínpenna þegar hætta er á bráðaofnæmislosti hjá einstaklingi sem er með þekkt bráðaofnæmi.