Skyndihjálp

Blæðing

Hvað sérðu
Hvað sérðu?
 • Blóð vætlar eða spýtist úr sári.
Hvað sérðu
Skyndihjálp

Skyndihjálp - blæðing

 • Þrýstu beint á sárið með hverju sem er til þess að stöðva eða draga úr blæðingunni.
 • Ef blæðir mjög mikið skaltu hringja í Neyðarlínuna 112 eða fá einhvern nærstaddan til þess.
 • Hringdu í Neyðarlínuna 112.
 • Haltu áfram að þrýsta á sárið þar til sérhæfð aðstoð berst.
Spurningar og svör
 • Hvað get ég notað til að þrýsta á sárið?

  Notaðu eitthvað sem er við höndina, það þurfa ekki að vera umbúðir úr sjúkrakassa. Þú getur þrýst á sárið með höndunum, þínum eigin eða þess sem úr blæðir, stuttermabol eða handklæði, hvað eina sem setja má yfir sárið til að stöðva eða hægja á blæðingunni er nothæft.

 • Hvað á ég að gera ef það blæðir í gegnum umbúðirnar?

  Ekki fjarlægja umbúðirnar. Leggðu aðrar umbúðir (eins og handklæði eða stuttermabol) þétt yfir þær fyrri. Hringdu í Neyðarlínuna 112 eins fljótt og auðið er eða fáðu einhvern annan til að hringja.

 • Einstaklingurinn er fölur. Honum er kalt og svimar. Hvað þýðir það?

  Hann getur verið að fara í lostástand þá er þrýstingurinn í blóðrásarkerfinu ekki nógu mikill til að halda uppi fullnægjandi blóðflæði um líkamann. Súrefnisþörf mikilvægra líffæra er ekki mætt. Flest líffæri eru háð ákveðnum blóðþrýstingi til að geta starfað. Helstu ástæður losts eru mikill blóðmissir, ofþornun, bráðaofnæmi og hjartaáfall.

 • Hvað þolir fólk að missa mikið blóð án þess að fá einkenni alvarlegs blóðmissis?

  Eðlilegt blóðmagn í meðal manni sem er um 70 – 80 kg er um 5-6 lítrar. Slíkur einstaklingur þolir að missa um 10% eða um 500 ml en ekki meira en 10% á 10 mínútum!

 • Þarf ég að hafa áhyggjur af því að smitast ef ég meðhöndla opið sár?

  Best er að forðast snertingu við blóð annarra. Nota má einnota hanska. plastpoka eða biðja einstaklinginn að þrýsta sjálfur beint á sárið.

 • Á ég að hreinsa sárið?

  Þú getur hreinsað litla skurði og skrámur með volgu rennandi vatni því oft leynast í þeim óhreinindi. Ekki hreinsa sár ef það blæðir mikið úr því. Ef þú setur slíkt sár undir rennandi vatn þá nær blóðið ekki að storkna og blæðingin eykst.

 • Hvað á ég að gera ef það er aðskotahlutur fastur í sárinu?

  Ekki reyna að fjarlægja aðskotahlutinn úr sárinu! Hluturinn getur virkar eins og tappi og ef hann er fjarlægður getur blæðingin aukist. Settu heldur umbúðir umhverfis aðskotahlutinn og þrýstu með þeim á sárið.

 • Hvernig á ég að meðhöndla blóðnasir?

  Til að stöðva blæðinguna klemmdu nasirnar saman (eða fáðu viðkomandi til þess). Láttu einstaklinginn sitja uppréttan, halla höfðinu fram og anda í gegnum munninn.

  Ekki biðja hann að halla sér aftur á bak, þó það virðist rökrétt, því blóðið getur stíflað öndunarveginn eða runnið niður í maga og valdið uppköstum. Ef blæðingin stöðvast ekki, hringdu í Neyðarlínuna 112 eða fáðu einhvern annan til þess.

 • Má nota snarvöndul/belti til að stöðva mikla blæðingu?

  EKKI er mælt með því að almenningur noti snarvöndul (eða belti) til að stöðva blæðingu. Snarvöndull getur valdið skaða ef ekki er rétt staðið að verki og erfitt getur reynst að beita honum á réttan hátt. Aðeins má nota snarvöndul til að stöðva blæðingu frá útlim í undantekningartilfellum, þegar ekki er hægt að þrýsta á sárið eða ómögulegt er að stöðva blæðinguna. Sérhannaðir snarvöndlar (sem kaupa má í apótekum) eru betri en heimagerðar umbúðir eða belti og valda síður skaða. Ef snarvöndull er notaður er mjög mikilvægt að skrásetja klukkan hvað það var gert og koma þeim upplýsingum til heilbrigðisstarfsfólks.