Skyndihjálp

Beinbrot

Erfitt getur verið að sjá hvort um beinbrot er að ræða. Áverkasagan getur vakið grun um beinbrot. Hinn slasaði gæti líka hafa heyrt eða fundið þegar beinið brotnaði. Ef þú ert í vafa skaltu meðhöndla þann slasaða eins og um brot sé að ræða.

Hvað sérðu
Hvað sérðu?
  • Verkur og bólga á áverkastað.
  • Minnkuð hreyfigeta eða aflögun á útlim
  • Opið sár gæti verið merki um beinbrot.
  • Stundum veldur brot litlum eða engum sársauka og sá brotni getur hreyft sig án vankvæða. Ekki hreyfa hinn skaddaða útlim til að kanna hvort hann sé brotinn.
Hvað sérðu
Skyndihjálp
  • Biddu þann slasaða að styðja við áverkann til að hindra óþarfa hreyfingu. Einnig má nota púða eða einhvern fatnað til að styðja við brotið.
  • Stuðningur við áverkann getur minnkað sársauka og komið í veg fyrir frekari skaða.
  • Ef áverkasvæðið er aflagað, sársaukinn mikill eða þörf á flutningi hringdu í Neyðarlínuna 112 eða fáðu einhvern til þess að hringja.
  • Styddu við áverkann þangað til hjálp berst.
Spurningar og svör