Skyndihjálp
Beinbrot
Erfitt getur verið að sjá hvort um beinbrot er að ræða. Áverkasagan getur vakið grun um beinbrot. Hinn slasaði gæti líka hafa heyrt eða fundið þegar beinið brotnaði. Ef þú ert í vafa skaltu meðhöndla þann slasaða eins og um brot sé að ræða.
- Verkur og bólga á áverkastað.
- Minnkuð hreyfigeta eða aflögun á útlim
- Opið sár gæti verið merki um beinbrot.
- Stundum veldur brot litlum eða engum sársauka og sá brotni getur hreyft sig án vankvæða. Ekki hreyfa hinn skaddaða útlim til að kanna hvort hann sé brotinn.

- Biddu þann slasaða að styðja við áverkann til að hindra óþarfa hreyfingu. Einnig má nota púða eða einhvern fatnað til að styðja við brotið.
- Stuðningur við áverkann getur minnkað sársauka og komið í veg fyrir frekari skaða.
- Ef áverkasvæðið er aflagað, sársaukinn mikill eða þörf á flutningi hringdu í Neyðarlínuna 112 eða fáðu einhvern til þess að hringja.
- Styddu við áverkann þangað til hjálp berst.
- Hvernig get ég séð að um beinbrot er að ræða?
Beinbroti fylgir oft mar, sársauki og bólga. Í alvarlegum tilfellum getur útlimurinn verið aflagaður eða opið sár við áverkastað. Þeim brotna gæti fundist eins og beinendarnir skrapist saman.
- Eru öll brot eins?
Nei. Beinbrotum geta verið lokuð og opin. Ef um lokað brot er að ræða er húðin heil og engin sár nærri brotstaðnum. Ef brotið er opið þá hefur húðin skaddast eða rofnað.
- Getur beinbrot verið hættulegt?
Já. Hætta er á því að brotin bein rjúfi eða klemmi stóru æðar útlimanna en þær liggja víða nærri beinum. Vefir handleggja og fóta geta ekki lifað án stöðugs blóðstreymis í meira en tvær til þrjár klukkustundir. Ef grunur er um að stór æð hafi farið í sundur þarf að leita tafarlaust til læknis.
- Hvernig styð ég við beinbrot?
Hreyfðu brotinn útlim ekki að óþörfu. Ef þú getur skaltu styðja við brotið með því að raða teppum eða fatnaði við það, án þess að þvinga brotið í aðra stöðu. Haltu áfram að styðja við útliminn þangað til hjálp berst.
- Hvað á ég að gera ef einstaklingurinn vill ekki leyfa mér að styðja við áverkann?
Reyndu að fá einstaklinginn til að styðja sjálfur við áverkann. Einnig má nota teppi eða fatnað til að styðja við áverkann.
- Á ég að rétta af útlim sem virðist vera í óeðlilegri stöðu?
Nei. Ekki reyna að rétta úr aflöguðum eða brotnum útlim eða "kippa í liðinn", láttu fagfólkið um það. Þú gætir valdið frekari skaða.
- Hvað ef allt lítur eðlilega út og einstaklingurinn er bara með marblett?
Reyndu að komast að því hvað olli áverkanum (datt einstaklingurinn eða fékk hann eitthvað á sig?). Sagan gæti gefið til kynna hvort um beinbrot sé að ræða. Nær ómögulegt er að greina hvort um beinbrot, brákun eða tognun er að ræða án röntgenmyndar. Ef þú ert í vafa skaltu leita til læknis.
- Einstaklingurinn getur hreyft útliminn eða staðið í hann. Þýðir það að hann sé óbrotinn?