Skyndihjálp

Áverkar á höfði

Höfuðmeiðsl eru afleiðing áreksturs höfuðs við annan hlut svo sem við umferðaslys, fall eða högg. Afleiðingarnar geta verið yfirborðssár, áverki á höfuðkúpu eða heila. Alvarlegir höfuðáverkar eru venjulega sambland af þessu þrennu.

Hvað sérðu
Hvað sérðu?
 • Einkenni heilahristings eru meðal annars: höfuðverkur, sljóleiki, svimi, blæðing úr höfuðsári, sjóntruflanir, minnisleysi og meðvitundarmissir.
Hvað sérðu
Skyndihjálp
 • Ef einstaklingurinn verður ringlaður, sljór, kastar upp eða hann hefur fallið niður um meira en tvöfalda hæð sína skaltu hringja í Neyðarlínuna 112.
 • Hringdu í Neyðarlínuna 112.
 • Láttu fara vel um einstaklinginn og settu kaldan bakstur á áverkann, til dæmis poka með klaka eða frosnu grænmeti vafið í handklæði.
Spurningar og svör
 • Hvað er heilahristingur?

  Einstaklingur sem fær höfuðhögg getur fengið heilahristing. Við heilahristing getur fólk orðið ringlað eða misst meðvitund í skamma stund (í nokkrar sekúndur eða mínútur). Flestir jafna sig að fullu eftir heilahristing en hann getur í sumum tilfellum haft alvarlegar afleiðingar. Einstaklingur gæti verið með heilahristing þótt hann hafi ekki fallið í yfirlið eða missi meðvitund. Hringdu í Neyðarlínuna 112 ef þú heldur að um heilahristing sé að ræða.

 • Er nauðsynlegt að fylgjast með einstaklingi sem er með áverka á höfði?

  Já. Ætíð skal fylgjast með einstaklingi sem er með áverka á höfði og bregðast við ef ástand hans breytist. Hringdu strax í Neyðarlínuna 112 ef einstaklingurinn kastar upp, missir meðvitund, fær viðvarandi höfuðverk eða sjóntruflanir. Stundum koma einkennin ekki fram strax.

 • Hvað get ég notað í kaldan bakstur?

  Þú getur vafið handklæði eða viskustykki utan um frosið grænmeti eða notað klakapoka sem kaldan bakstur. Þú getur líka rennbleytt handklæði með köldu vatni og notað sem kaldan bakstur. Ekki setja klaka beint á húðina.

 • Hvernig virkar kaldur bakstur?

  Kaldur bakstur minnkar bólgur og dregur úr sársauka vegna áverka. Við það að setja kaldan bakstur á áverkann minnka bólgur og sársauki.

 • Hversu lengi á að nota kaldan bakstur?

  Notaðu kaldan bakstur að hámarki í 20 mínútur í einu. Gerðu 10 mínútna hlé á milli. Haltu áfram að kæla þar til bólgan hjaðnar eða einstaklingurinn segir að baksturinn valdi óþægindum.

 • Má ég gefa verkjalyf ef einstaklingurinn er með höfuðverk?

  Nei. Verkjalyf geta falið einkenni alverlegra áverka á höfði.

 • Hvenær á ég að hringja á sjúkrabíl?

  Auk ytri áverka getur heilinn hrists til þegar einstaklingur fær höfuðhögg. Slíkt getur leitt til alvarlegri áverka eins og heilahristings, þá verður einstaklingnum flökurt og hann verður sljór. Ef breytingar verða á ástandi eða hegðun einstaklingsins, hann kastar upp, missir meðvitund, fær viðvarandi höfuðverk eða sjóntruflanir hringdu þá strax í Neyðarlínuna 112. Hringdu líka ef þú ert í vafa um hversu alvarlegur áverkinn er og ef einstaklingurinn féll niður um meira en tvöfalda hæð sína.