Skyndihjálp

Aðskotahlutur í hálsi

Hvað sérðu
Hvað sérðu?
 • Viðkomandi grípur um hálsinn, getur hvorki talað né andað, og fer að blána.
 • Ofsahræðsla
Hvað sérðu
Skyndihjálp
 • Sláðu 5 sinnum þéttingsfast á bakið milli herðablaðanna til að losa aðskotahlutinn. Þrýstu svo 5 sinnum snöggt og kröftuglega á kviðinn.
 • Ef um ungabarn yngra en eins árs er að ræða skaltu leggja það á grúfu yfir framhandlegg þinn með andlitið í lófa þínum og láttu höfuðið vísa niður.
 • Sláðu 5 sinnum með þykkhöndinni á milli herðablaðanna og snúðu svo barninu við og þrýstu snöggt með tveimur fingrum allt að 5 sinnum á miðjan brjóstkassann.
 • Endurtaktu aðgerðir þar til aðskotahluturinn losnar.
 • Hringju í Neyðarlínuna 112 ef meðvitund einstaklingsins skerðist, rödd hans breytist, sérstakra aðgerða er þörf til að losa aðskotahlutinn úr öndunarveginum eða ef þú hefur áhyggjur af ástandi einstaklingsins.
Spurningar og svör
 • Hverjar eru algengustu ástæðurnar fyrir köfnun?

  Hjá fullorðnum er algengasta ástæða matur en hjá börnum smáhlutir og lítil leikföng.

 • Hvernig á ég að þrýsta á kviðinn?

  Stattu fyrir aftan einstaklinginn og taktu utan um kvið hans, krepptu annan hnefann og haltu utan um hann með hinni hendinni. Þrýstu hnefanum kröftuglega að þér og upp á við. Endurtaktu þetta allt að 5 sinnum. Þessa aðferð á ekki að nota á börn yngri en 1 árs.

 • Á ég að beita sömu aðferð á barn sem er að kafna og á fullorðinn einstakling?

  Já. Það að slá 5 sinnum á bakið og þrýsta svo 5 sinnum á kviðinn virkar vel til að losa aðskotahlut úr öndunarvegi hjá börnum og fullorðnum. Ekki taka barn upp á fótunum og hvolfa því til að losa aðskotahlut úr öndunarvegi. Aðferðin er ekki árangursrík og getur valdið frekari áverka ef þú missir barnið.

 • Hvernig á ég að bregðast við þegar það stendur í ungabarni?

  Leggðu ungabarnið (undir 1 árs aldri) á grúfu og láttu höfuðið vísa niður. Sláðu fyrst 5 sinnum á milli herðablaðanna, snúðu barninu svo við og þrýstu snöggt með tveimur fingrum allt að 5 sinnum á miðjan brjóstkassann. Endurtaktu aðgerðir þar til aðskotahluturinn losnar eða ungabarnið fer að gráta.