Skyndihjálparmaður ársins 2020
Veist þú um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum hefur bjargað mannslífi með skyndihjálp á árinu 2020? Ef svo er sendu okkur ábendingu.
Hjá fullorðnum er algengasta ástæða matur en hjá börnum smáhlutir og lítil leikföng.
Stattu fyrir aftan einstaklinginn og taktu utan um kvið hans, krepptu annan hnefann og haltu utan um hann með hinni hendinni. Þrýstu hnefanum kröftuglega að þér og upp á við. Endurtaktu þetta allt að 5 sinnum. Þessa aðferð á ekki að nota á börn yngri en 1 árs.
Já. Það að slá 5 sinnum á bakið og þrýsta svo 5 sinnum á kviðinn virkar vel til að losa aðskotahlut úr öndunarvegi hjá börnum og fullorðnum. Ekki taka barn upp á fótunum og hvolfa því til að losa aðskotahlut úr öndunarvegi. Aðferðin er ekki árangursrík og getur valdið frekari áverka ef þú missir barnið.
Leggðu ungabarnið (undir 1 árs aldri) á grúfu og láttu höfuðið vísa niður. Sláðu fyrst 5 sinnum á milli herðablaðanna, snúðu barninu svo við og þrýstu snöggt með tveimur fingrum allt að 5 sinnum á miðjan brjóstkassann. Endurtaktu aðgerðir þar til aðskotahluturinn losnar eða ungabarnið fer að gráta.