Skyndihjálparmaður ársins 2019

Veist þú um einhvern sem með snarræði sínu og réttum viðbrögðum hefur bjargað mannslífi með skyndihjálp á árinu 2019? Ef svo er sendu okkur ábendingu.

Veggspjöld

Þú getur hjálpað! Nýtt skyndihjálparveggspjald

Rauði krossinn á Íslandi hefur gefið út nýtt skyndihjálparveggspjald “Þú getur hjálpað” á íslensku, ensku og pólsku.

    

Á veggspjaldinu eru upplýsingar um hvernig bregðast má við í neyð. Framsetningin er bæði einföld og skýr svo allir geta lært eitthvað af því eða rifjað upp helstu aðferðir skyndihjálpar.

Veggspjaldið má panta í síma 5704000, einnig má senda póst á afgreidsla@redcross.is eða fara á http://raudikrossinn.karfa.is/products/skyndihjalparveggspjald og ganga frá málum.

Bæklingur í vasastærð er til á íslensku.

Verðið er 4.500kr.


 

RK_Poster_Final_PrintRauði krossinn á Íslandi hefur gefið út nýtt veggspjald í tilefni af 90 ára afmæli félagsins.

Veggspjaldið tekur á fjórum þáttum skyndihjálpar, þ.e. endurlífgun, bruna, aðskotahlut í hálsi og blæðingu.

Veggspjaldinu verður á árinu dreift víða, frítt, í alla leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla.

Hér er hægt að sjá veggapjaldið pdf


 


veggspjaldEndurlífgun við drukknun

Rauði krossinn og Slysavarnafélagð Landsbjörg hafa í gegnum tíðina unnið að bættu öryggi almennings, meðal annars á sundstöðum. Félögin gáfu út veggspjald um endurlífgun við drukknun sem var endurbætt árið 2008 í samræmi við niðurstöður nýjustu rannsókna. Var veggspjaldið sent á alla sundstaði landsins.

Hér er hægt að sjá veggspjaldið pdf