Veggspjöld

RK_Poster_Final_PrintRauði krossinn á Íslandi hefur gefið út nýtt veggspjald í tilefni af 90 ára afmæli félagsins.

Veggspjaldið tekur á fjórum þáttum skyndihjálpar, þ.e. endurlífgun, bruna, aðskotahlut í hálsi og blæðingu.

Veggspjaldinu verður á árinu dreift víða, frítt, í alla leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla.

Hér er hægt að sjá veggapjaldið pdf


geturthuhjalpad

Getur þú hjálpað þegar á reynir?

Hjá Rauða krossinum er hægt að fá veggspjaldið „Getur þú hjálpað þegar á reynir?” sem inniheldur einfaldar upplýsingar um hvernig bregðast má við neyð.

Veggspjaldið og bæklingurinn taka á þremur megin þáttum skyndihjálpar, þ.e. endurlífgun, viðbrögðum við alvarlegum slysum og bráðum veikindum. Í bæklingnum eru einnig upplýsingar um sálrænan stuðning og Rauða kross hreyfinguna.

Veggspjaldið og bæklingurinn eru til sölu á landskrifstofu Rauða krossins, Efstaleiti 9, s: 570-4000.

Sérfræðiráðgjöf við gerð veggspjaldsins og bæklingsins veitti Hjalti Már Björnsson, læknir, og Skyndihjálparráð.

Hér er hægt að sjá veggapjaldið pdf


 


veggspjaldEndurlífgun við drukknun

Rauði krossinn og Slysavarnafélagð Landsbjörg hafa í gegnum tíðina unnið að bættu öryggi almennings, meðal annars á sundstöðum. Félögin gáfu út veggspjald um endurlífgun við drukknun sem var endurbætt árið 2008 í samræmi við niðurstöður nýjustu rannsókna. Var veggspjaldið sent á alla sundstaði landsins.

Hér er hægt að sjá veggspjaldið pdf