Bæklingar og bækur

Skyndihjálp og endurlífgun

Í bókinni eru mikilvægustu atriði skyndihjálpar sett fram á einfaldan og aðgengilegan hátt fyrir almenning. Af bókinni má læra skref fyrir skref hvernig bregðast á við í neyðartilfellum en hver umfjöllun hefst á spurningunum: „Hvað sérðu?“ og „Hvað gerirðu?“ .

Bókin „Skyndihjálp og endurlífgun – 2012” er handhægt uppflettirit sem ætti að vera til á hverju heimili og nota má á öllum námskeiðum í skyndihjálp jafnt stuttum sem löngum.

Þær aðferðir skyndihjálpar sem lýst er í bókinni eru í samræmi við leiðbeiningar Endurlífgunarráðs Evrópu frá árinu 2010 hvað varðar grunnendurlífgun og leiðbeiningar Rauða krossins um skyndihjálp frá árinu 2011.

Verð: 3.600 kr. 
Bókanúmer: BÓKSH005

Börn og umhverfi

Kennslubók sem notuð er á námskeiðunum Börn og umhverfi. Þau eru ætluð börnum eldri en 12 ára sem vilja fræðast um slysahættur í umhverfi barnsins, slysavarnir og skyndihjálp.

Verð: 1.037 kr.
Bókanúmer: MAPSH002